Gjaldskrá & Samningsskilmálar

 

Gjaldskrá Dexter Legal & Holding ehf. gildir frá 1. janúar 2024.

 

1.      Vinna er unnin samkvæmt tímagjaldi nema sérstaklega sé samið um annað fyrirkomulag. Tímagjald lögmanns er kr. 39.950, og við þóknun bætist virðisaukaskattur eins og hann er ákveðinn samkvæmt lögum hverju sinni. Minnsta eining tíma er 0,5 klst. Stofan innheimtir 35% álag á tímagjald ef krafist eða óskað er vinnuframlags eftir kl. 17.00 á daginn, til kl. 7.00 daginn eftir.

 

2.      Allur útlagður kostnaður greiðist af viðskiptavini hverju sinni. Stofan áskilur sér rétt til þess að leggja 15% álag á útlagðan kostnað (umsýslugjald), en ákvörðun um slíkt er tilkynnt viðskiptavini sérstaklega.

 

3.      Auk tímagjalds innheimtir stofan 10% af öllum kröfum sem innheimtar eru, á hvaða stigum sem krafan er greidd, hvort heldur sem er við dóm, úrskurð eða samkomulagi milli aðila.

 

4.      Þóknun fyrir umsýslu eða skjalagerð vegna fasteignaviðskipta er 2% af söluverði, auk virðisaukaskatts, en þó ekki lægri en 395.000 auk virðisaukaskatts. Auk þess innheimtir stofan kr. 80.000 með virðisaukaskatti í gagnaöflunargjald vegna hverrar fasteignar. Þjónusta við fasteignasölur, byggingarverktaka, leigufélög og aðra stærri aðila, eða vinna sem unnin er með reglubundnum hætti, er innheimt samkvæmt sérstökum þjónustusamningum utan gjaldskrár.

 

5.      Þóknun fyrir umsýslu eða skjalagerð í vegna viðskipta með félög eða rekstur er 5% af heildarvirði, þ.m.t. birgða, auk virðisaukaskatts, en þó ekki lægri en 600.000 auk virðisaukaskatts.

 

6.      Þóknun fyrir umsýslu eða skjalagerð vegna viðskipta með bifreiðar, hjólhýsi eða annað skráningarskylt lausafé nemur 3,5% af söluverði, auk virðisaukaskatts, en þó aldrei lægri en kr. 85.000 auk virðisaukaskatts.

 

7.      Þóknun fyrir gerð, umsýslu og milligöngu vegna leigusamninga sem gilda í skemur en 3 ár nemur eins mánaðar leigu, auk virðisaukaskatts. Vegna leigusamninga sem hafa gildistíma lengur en 3 ár, og vegna ótímabundinna leigusamninga, nemur þóknunin tveggja mánaða leigufjárhæð, auk virðisaukaskatts.

 

8.      Stofan áskilur sér rétt til þess að krefjast fyrirframgreiðslu áður en verk efst. Fyrirkomulag hvað þetta varðar er umsemjanlegt, en ef ekki er um annað samið eru reikningar sendir mánaðarlega fyrir vinnuframlag þáliðins mánaðar.

 

9.      Viðskiptavini ber að kynna sér ákvæði gjaldskrár hverju sinni. Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir greiðslum samkvæmt gjaldskránni, óháð því hvort hún fáist síðar greidd úr hendi gagnaðila.

 

10.  Viðskiptavinur getur hvenær sem er krafist þess að fá yfirlit úr tímaskrá stofunnar og útskýringar að baki útgefnum reikningum, sé þess óskað.

 

11.  Við upphaf verkefnis og stofnun er verks gerir stofan kröfu um að viðskiptavinir gangist undir nauðsynlega athugun á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti.

 

12.  Á lögmönnum hvílir þagnar- og trúnaðarskylda um þær upplýsingar sem þeir afla í málum eða komast að, nema lög mæli fyrir um annað. Mikið af upplýsingum eru persónuupplýsingar sem meðhöndlaðar eru í samræmi við lög um persónuvernd.

 

13.  Viðskiptavinur getur borið undir úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands hvort störf hafi verið unnin í samræmi við góða lögmannshætti. Þangað er einnig hægt að kvarta ef viðskiptavinur er ósáttur með innheimta þóknun stofunnar. Frekari upplýsingar um málsmeðferð og kæruferli er á heimasíðu Lögmannafélags Íslands, www.lmfi.is.

 

14.  Stofan hefur í gildi skyldubundnar starfsábyrgðartryggingar lögmanns hverju sinni, svo sem lög kveða á um. Stofan ábyrgist hins vegar aldrei niðurstöðu ráðgjafar, nema sérstaklega sé kveðið á um að stofan ábyrgist niðurstöðuna. Ábyrgð að þessu leyti verður þó aldrei hærri en innheimt þóknun vegna verksins. Stofan er aldrei ábyrg fyrir þjónustu eða ráðgjöf þriðja manns, s.s. ráðgjafa eða sérfræðinga á einstökum sviðum, jafnvel þótt þeir séu ráðnir eða skipaðir til vinnu að beiðni stofunnar.

 

15.  Gjaldskrá og skilmálar eru endurskoðaðir að jafnaði árlega og þegar þess gerist sérstaklega þörf.

 

Dexter Legal & Holding ehf.

Kópavogi, 3. janúar 2024

 

Viltu bætast í hópinn?

Ef þú ert forvitinn um þá þjónustu sem Dexter Legal & Holding ehf. veitir viðskiptavinum þá skaltu ýta á hnappinn hér að neðan og panta kynningu þér að kostnaðarlausu.